KA/Þór - Haukar á laugardag klukkan 16:00

Meistaraflokkur KA/Þór tekur á móti Haukum á laugardaginn 5. nóvember og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu. Aðgangur er ókeypis.

KA/Þór liðið vann góðan sigur á FH í síðasta heimaleik og ætla örugglega að endurtaka leikinn á laugardaginn. KA/Þór hefur 2 stig í deildinni eftir þrjá leiki en Haukar eru sömuleiðis með 2 stig en hafa leikið fjóra leiki.