KA/Þór enn taplausar á heimavelli

KA/Þór hefur verið á miklu skrifði undanfarið og eru þær enn taplausar á heimavelli eftir sigur á Val síðustu helgi. Liðið situr í 1. sæti 1. deildar kvenna og er í hörku séns að komast upp um deild.

Leikurinn gegn Val U síðustu helgi var algjör einstefna. Vörn KA/Þór var gríðarlega þétt og þar fyrir aftan var Sunna Guðrún Pétursdóttir í miklum ham. Eftir 20 mínútna leik var staðan 7-1 fyrir KA/Þór. Staðan í hálfleik var síðan 11-4 fyrir KA/Þór. 

KA/Þór var mun sterkari aðilinn og hefði sigurinn hefði getað orðið miklu stærri. Lokatölur voru 31-15 fyrir KA/Þór. Markahæstar hjá KA/Þór í leiknum voru: Kolbrún Gígja Einarsóttir og Martha Hermannsdóttir með 5 mörk hvor.