Stelpurnar í meistaraflokki KA/Þór tóku í gær á móti Gróttu í 2. deildinni (utandeildinni) og þurftu á stigi að halda til að gulltryggja deildarmeistaratitilinn. Gróttuliðið sem er í 3. sæti deildarinnar lét KA/Þór hafa fyrir hlutunum í upphafi leiks en jafnt var á með liðunum fyrsta korterið í leiknum.
KA/Þór náði þá þriggja marka forskoti sem hélst út hálfleikinn en hálfleiksstaðan var 13-10.
Í seinni hálfleik var engin spurning um hvort liðið var sterkara og lauk leiknum með sjö marka sigri KA/Þór, 27 – 20 og deildarmeistaratitillinn í höfn.
Þórir Tryggvason smellti af þessum myndum þegar bikarinn fór á loft. Við óskum stelpunum til hamingju með titilinn.