KA sækir Valsmenn heim í kvöld

Handbolti

Það er stórveldaslagur að Hlíðarenda klukkan 18:00 í dag þegar KA sækir Valsmenn heim í Olísdeild karla. Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðustu leiktíð sem og í upphafsleik vetrarins er þau börðust um titilinn Meistari Meistaranna.

Rimmur KA og Vals eru fyrir löngu orðnar sögulegar og má búast við áhugaverðum leik í kvöld en ungt lið KA mætir með kassann út eftir góðan sigur í síðustu umferð en ljóst er að verkefni kvöldsins verður krefjandi enda Valur handhafi allra titla og með ákaflega öflugt lið.

Við hvetjum alla sem geta til að mæta í Origo höllina í kvöld og styðja strákana okkar til sigurs en fyrir þá sem ekki komast er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is