KA lék sinn þriðja leik í Grill66 deild karla á föstudagskvöldið þegar Ungmennalið Hauka kom í heimsókn. Heimamenn söknuðu tveggja öflugra leikmanna, reynsluboltinn Heimir Örn Árnason meiddist á fingri í fyrsta leiknum og færeyska skyttan, Áki Egilsnes handarbrotnaði á æfingu. Það var hins vegar gleðilegt að markvörðurinn Jovan Kukobat var kominn með leikheimild en hann missti af fyrstu tveim leikjunum.
Leikurinn fór fjörlega af stað og mikið jafnræði með liðunum en þannig var jafnt á nánast öllum tölum fyrstu 24 mínúturnar. Þá sýndi KA liðið styrk sinn og breytti stöðunni úr 10-10 í 14-10 með fjórum mörkum í röð. Haukar áttu lokamark fyrri hálfleiks þannig að munurinn var þrjú mörk, 14-11 í hálfleik.
Jóhann Einarsson með 3 mörk, Daði Jónsson, Elfar Halldórsson, Sigþór Gunnar Jónsson og Sigþór Árni Heimisson allir með tvö mörk.
Haukar mættu ákveðnir til seinni hálfleiksins, skoruðu fyrstu tvö mörkin en KA menn náðu fljótt vopnum sínum á ný og átti Sigþór Árni Heimisson trúlega tilþrif leiksins þegar hann skoraði 20. mark KA eftir að hafa náð eigin frákasti. Hægt er að skoða markið í spilaranum hér að neðan.
Um miðjan hálfleikinn var forskot KA orðið fimm mörk, 22-17. Sá munur hélst áfram, munurinn varð mestur sex mörk 25-19 og 26-20 og sigurinn í höfn. Haukar náðu reyndar að klóra í bakkann í blálokin en þriggja marka sigur, 28-25 staðreynd.
Mörk KA: Sigþór Árni Heimisson 5, Andri Snær Stefánsson 4 (3 úr vítum), Jóhann Einarsson 4, Daði Jónsson 3, Elfar Halldórsson 3, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Sigþór Gunnar Jónsson 3, Jón Heiðar Sigurðsson 2 og Dagur Gautason 1 mark.
Jovan Kukobat varði tíu skot.
Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson 7, Jason Guðnason 6, Hallur Kristinn Þorsteinsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Þórarinn Leví Traustason 2, Jörgen Freyr Ólafsson og Karl Viðar Pétursson 1 mark hvor.
Hér má sjá gang leiksins:
Leikurinn var í beinni útsendingu á KA TV og er hægt að horfa á útsendinguna hér að neðan.
KA er því með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðirnar líkt og Akureyri og það verður því toppslagur í KA heimilinu á miðvikudaginn þegar liðin mætast í sannkölluðum nágrannaslag. Sá leikur hefst klukkan 19:00.