Vegna fjölda fyrirspurna hefur Handknattleiksdeild KA hafið nýja pöntun á treyjum og er hægt að kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum út 1. nóvember og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar eru frábær eign sem og sniðug gjöf.
Fullorðinsstærðir eru Small og upp í XX Large. Barnastærðir eru 116, 128, 140, 152 og 164.
Fullt verð á treyjunum er 7.990 kr á fullorðinsstærðum og 6.990 kr á barnastærðum en ársmiðahafar fá treyjurnar á 2.000 króna afslætti eða á 5.990 kr fullorðins og 4.990 kr barnastærð.
Hægt er að panta í netfanginu agust@ka.is með því að gefa upp fjölda treyja, stærð og númer ársmiða ef hann er til staðar. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri!
Athugið að við getum sent treyjurnar í pósti en sendingarkostnaðurinn fellur á viðtakanda.
Handboltinn leikur í Hummel treyjum í vetur og er mikil ánægja með nýju treyjurnar.