KA tekur á móti FH í lokaleik Olísdeildarinnar þennan veturinn í kvöld klukkan 19:00. Strákarnir eru öruggir með áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og við ætlum að fagna því!
Við munum hylla nokkrar KA kempur fyrir leik, KA/Þór grillar fyrir alla gesti, Schiötharar gefa krökkunum ís og andlitsmálning í boði fyrir þá sem vilja. Það er því um að gera að mæta snemma og taka þátt í KA fögnuði!
KA-TV verður með leikinn í beinni fyrir þá sem ómögulega komast í KA-Heimilið og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan.