Það var æfing hjá 7. og 8. flokki í handbolta í gær, laugardag, eins og venjulega nema að núna birtust á æfinguna Stekkjastaur og tveir bræður hans og leystu upp æfinguna með leikaraskap. Þeir gáfu svo krökkunum eitthvað gott í poka áður en þeir kvöddu.