Jólahandboltinn 2011 - myndir

Í dag urðu fagnaðarfundir í KA heimilinu þegar þar mættu um það bil 25 handboltakappar sem ólust að mestu upp í KA heimilinu fyrir nokkrum árum. Það var Davíð Már Kristinsson sem hafði veg og vanda að því að smala saman gömlum handboltafélögum úr árgöngum 1985 til 1991.
Stillt var upp í mót þriggja aldursskiptra liða og leikin þreföld umferð undir styrkri mótsstjórn Jóhannesar Bjarnasonar og Einvarðs Jóhannssonar sem dæmdu leikina. Þó fengu Andri Snær Stefánsson og Siguróli Magni Sigurðsson einnig að spreyta sig á flautunni.
Það fór svo að lokum að yngsta liðið fór með sigur af hólmi, en mestu skipti að koma saman, hitta félagana og að allir sluppu ómeiddir frá gleðinni.



Hópurinn áður en átökin byrjuðu.


Frá leik yngsta og elsta liðsins.