Jólaæfing handknattleiksdeildar - myndir

Það var svo sannarlega fjör á hinni árlegu jólaæfingu hjá unglingaráði handknattleiksdeildarinnar. Æfingin var síðastliðinn laugardag og að venju var farið í margskonar leiki og að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið og sýndu listir sínar auk þess að koma færandi hendi.

Sævar Geir Sigurjónsson smellti af slatta af myndum sem við getum skoðað hér að neðan.


Smelltu hér til að sjá allar myndirnar.