Handknattleiksdeild KA barst í dag liðsstyrkur þegar Jóhann Einarsson skrifaði undir samning við félagið. Jóhann er öflug skytta sem lék með Ungmennaliði Akureyrar á nýliðnu tímabili og gerði 46 mörk í 19 leikjum í 1. deildinni.
Mikil ánægja er að fá Jóhann inn í meistaraflokkinn en hann er uppalinn í KA og er mikið efni. Við bjóðum hann velkominn og verður gaman að fylgjast með honum í gula búningnum í vetur.