Þeir Aron Tjörvi Gunnlaugsson og Heimir Pálsson handsöluðu samning sinn við KA í dag. Þeir verða því gulklæddir í KA næsta vetur.
Heimir Pálsson er reynslubolti þrátt fyrir ungan aldur. Hann er uppalinn í Hömrunum en hefur einnig leikið með Völsung og Haukum. Hann er vinstri hornamaður og er fæddur árið 1996.
Aron Tjörvi Gunnlaugsson er uppalinn KA-maður og spilaði upp alla yngri flokka með félaginu. Hann er línumaður og er fæddur það herrans ár 1996.
KA-menn fagna undirskrift þessara leikmanna sem munu koma til með að styrkja hópinn á komandi tímabili.