Heimaleikur hjá meistaraflokki KA/Þór á laugardaginn

Á laugardaginn á meistaraflokkur kvenna í KA/Þór heimaleik gegn Fjölni og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu. Leikurinn er í utandeildinni en þar er KA/Þór í toppbaráttunni með 12 stig eftir 7 leiki en Fjölnir er með 10 stig eftir 11 leiki. Þetta verður eiginlega fyrsti heimaleikur KA/Þór síðan 20. október því að bæði Haukar og Fylkir gáfu sína leiki þegar liðin áttu að koma hingað norður.
Við hvetjum alla til að koma og styðja stelpurnar til dáða í þessum leik.