Heimaleikur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn

Handbolti

Það er loksins komið að næsta heimaleik í handboltanum þegar KA tekur á móti Stjörnunni í Olísdeild karla á fimmtudaginn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og eru strákarnir okkar staðráðnir í að nýta meðbyrinn úr Evrópuævintýrinu til að tryggja tvö mikilvæg stig.

Baráttan er gífurleg í deildinni en KA er með 5 stig eftir sex umferðir en Garðbæingar eru þar fyrir ofan með 6 stig. Sigur myndi því fleita strákunum upp fyrir Stjörnumenn og alveg ljóst að það ætlum við okkur að gera með ykkar stuðning.

KA hefur leikið tvo leiki á heimavelli í vetur en í síðasta leik vannst 38-25 stórsigur á liði ÍR og þar áður gerðu strákarnir 35-35 jafntefli gegn sterku liði ÍBV. Eins og tölurnar gefa til kynna eru strákarnir að spila hraðan og skemmtilegan sóknarleik með urmul af mörkum og klárt að þið fáið skemmtilegan leik á fimmtudaginn.

Ef þið komist ekki í KA-Heimilið er leikurinn hinsvegar í beinni á KA-TV og kostar aðgangurinn 1.000 krónur. Slóðin á KA-TV er livey.events/ka-tv, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is