Heimaleikur gegn ÍR kl. 19:30 í kvöld

Handbolti
Heimaleikur gegn ÍR kl. 19:30 í kvöld
Strákarnir ætla sér sigur í nýju búningunum!

Baráttan heldur áfram í Olísdeild karla í kvöld þegar KA tekur á móti ÍR í KA-Heimilinu klukkan 19:30. Strákarnir frumsýna glænýja keppnistreyju liðsins í kvöld og ekki spurning að við ætlum okkur sigur gegn spræku liði ÍR sem er nýliði í deildinni en komið af miklum krafti inn í upphafi vetrar.

Við munum grilla hamborgara fyrir leik og því eina vitið að taka kvöldmatinn í KA-Heimilinu fyrir leikinn og koma sér strax í gírinn. Við erum með ungt og spennandi lið í vetur og klárt að með ykkar stuðning getum við gert afar flotta hluti í vetur.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn sýnir KA-TV leikinn beint gegn gjaldi en aðgangur að útsendingunni kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast útsendinguna á slóðinni livey.events/ka-tv.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is