Harðduglegir snjómokstursmenn

Þrátt fyrir hlé í handboltanum þá sitja strákarnir aldeilis ekki aðgerðalausir þessa dagana. Æft er af kappi og einnig er gripið í hverskonar fjáröflunarverkefni. Síðastliðinn sunnudag mætti harðsnúinn flokkur leikmanna vopnaður skóflum og snjósköfum. Verkefnið var snjómokstur við nýbyggingu í Hafnarstrætinu.

Menn tóku rösklega til hendinni og voru í mokstrinum í tæpa þrjá klukkutíma þann daginn. Þess má geta að verkefnið var unnið fyrir milligöngu Ármanns Sverrissonar, fyrrum stórskyttu KA liðsins, en Manni Sverris lék með liðinu á árunum í kringum 1975.