Handbolti: Jólaæfing og jólafrí

Árleg jólaæfing 8. og 7. flokks (strákar og stelpur) verður laugardaginn 15. desember kl 10-11. Þar verður farið í skemmtilega leiki og óvæntir gestir munu kíkja í heimsókn. Foreldrar og systkini eru velkomin að koma og horfa á eða taka þátt í æfingunni.
Yngstu flokkarnir munu svo fara í jólafrí í samræmi við skólana í bænum. 


Síðasta æfing fyrir jól hjá 8. og 7. flokki drengja verður mánudaginn 17. desember, síðasta æfing hjá 8. og 7. flokki stúlkna verður þriðjudaginn 18. desember, hjá 6. flokki stúlkna miðvikudaginn 19. desember og hjá 6. flokki drengja fimmtudaginn 20. desember.

Æfingar hjá öllum flokkum hefjast svo þegar skólarnir byrja aftur.
Þjálfarar eldri flokka munu gefa sínum iðkendum upp hvernig jólafríi verður háttað hjá hverjum flokki fyrir sig.

Gleðileg jól
Þjálfarar og unglingaráð KA