Handbolti í KA-heimilinu í dag - Hamrarnir mæta Selfoss

Leikmenn Hamranna unnu Þrótt í fyrsta heimaleiknum
Leikmenn Hamranna unnu Þrótt í fyrsta heimaleiknum

Hamrarnir mæta Selfyssingum í 1. deild karla í handbolta í dag og leikið er í KA-heimilinu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er frítt á völlinn. Mikill meðbyr hefur verið með Hömrunum upp á síðkastið og hefur verið frábær stemming á fyrstu tveimur leikjum liðsins.

Selfyssingar eru verðugur andstæðingur og er því um að gera að kíkja á flottan handbolta í gamla góða KA-heimilinu í dag klukkan 16.00! Það er frítt á völlinn!