Handboltayfirlit helgarinnar

Líkt og margan grunaði þá setur veðrið heldur betur strik í reikninginn varðandi handboltaleiki helgarinnar og er þegar búið að fresta flestum leikjum sem fyrirhugaðir voru. Fylgist með stöðu mála hér á síðunni.

Hamrarnir hefja leik klukkan 19:30 á föstudaginn í KA heimilinu en þeir mæta Þrótti.

Akureyri Handboltafélag mætir HK í Kópavoginum á sunnudaginn en leikurinn átti að vera á laugardaginn. Akureyri er í hörkubaráttu um að ná sem bestu sæti í úrslitakeppninni á meðan HK er að reyna að spyrna sér frá botninum. Það má búast við mikilli spennu enda mikið í húfi hjá báðum liðum.

2. flokkur Akureyrar á heimaleik gegn KR í Íþróttahöllinni á sunnudaginn klukkan 15:30.

Þá voru fyrirhugaðir um helgina fjölmargir leikir í yngri flokkum KA og Þór en mörgum þeirra er nú búið að fresta, sjá á leikjaplani helgarinnar hér að neðan:

  Dagur Klukkan Mót Flokkur Staður Lið
 28-22 Fös. 13.mar. 19.30 1.deild karla M.fl.ka. KA heimilið Hamrarnir -Þróttur
Frestað Lau. 14.mar. 13.30 3.ka 2.deild 3.fl.ka KA heimilið KA 1 - ÍR
Frestað Lau. 14.mar. 15.00 3.ka 3.deild 3.fl.ka KA heimilið KA 2 - ÍR 2
Frestað Lau. 14.mar. 16.30 4.ka Y 1.deild 4.fl.ka. KA heimilið KA 1 - ÍR 1
Frestað Lau. 14.mar. 17.45 4.ka Y 3.deild 4.fl.ka. KA heimilið KA 2 - ÍR 3
Frestað Sun. 15.mar. 12:30 3.ka 2.deild 3.fl.ka KA heimilið KA 1 - ÍR
Frestað Sun. 15.mar. 14.00 3.ka 3.deild 3.fl.ka KA heimilið KA 2 - ÍR 2
  Sun. 15.mar. 14.00 4.kv E 1.deild 4.fl.kv. KA heimilið KA/Þór - Þróttur
  Sun. 15.mar. 15.30 2.fl 2.deild 2.fl.ka. Höllin Akureyri Akureyri H - KR
  Sun. 14.mar. 16.00 Olís deild ka M.fl.ka. Digranes HK - Akureyri