Handboltaveisla í KA-Heimilinu um helgina

Handbolti
Handboltaveisla í KA-Heimilinu um helgina
Heimaleikir hjá öllum meistaraflokksliðunum okkar!

Það er heldur betur nóg um að vera hjá okkur í KA-Heimilinu um helgina en öll þrjú meistaraflokkslið okkar í handboltanum eiga heimaleik.

Ungmennalið KA ríður á vaðið í kvöld klukkan 19:30 þegar strákarnir taka á móti aðalliði Fjölnis í fyrsta heimaleik strákanna okkar í vetur. Fyrir leik er KA U í 3. sæti Grilldeildarinnar og klárt að strákarnir ætla sér sigur á heimavelli.

KA/Þór leikur loks aftur eftir landsliðspásu þegar Fram mætir norður en rétt tæpur mánuður er frá síðasta heimaleik. Tvö stig skilja liðin að fyrir leik og má reikna með krefjandi leik hjá okkar unga en öfluga liði. Athugið að ef þið komist ekki á leikinn er hann í beinni á KA-TV.

livey.events/ka-tv

Að lokum tekur KA á móti FH í Olísdeild karla á sunnudaginn klukkan 16:00. KA liðið sýndi stórbrotinn karakter í síðasta heimaleik með ykkar stuðning þegar þeir sneru töpuðum leik gegn Stjörnunni yfir í jafntefli og ekki spurning að við byggjum á því á sunnudaginn!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is