Handboltastelpurnar í Kick Box (myndir)

Stelpurnar í B liði 3. flokks KA/Þórs skelltu sér á Kick Box æfingu í vikunni og var vel tekið á því. Klukkutíminn var nýttur til hins ítrasta og stelpurnar mjög ánægðar með tímann og ljóst að þetta verður endurtekið í nánustu framtíð.
Æfing sem þessi er virkilega góð aukaæfing fyrir krakka á öllum aldri í öllum tegundum íþrótta og fyrir þá sem hafa áhuga á að hreyfa sig án bolta.



Ef einhvern langar að fræðast meira um Kick Box æfingar í KA heimilinu er hægt að hafa samband við Ingþór í síma: 846-2885.