Handboltaskóli Bjarna Fritzonar 2.-7. apríl

Handboltaskóli Bjarna Fritz  fer fram í KA heimilinu 2.-7. apríl, fyrir ungmenni 11 ára og eldri.
Bjarni hefur haldið þetta námskeið í Breiðholtinu síðastliðin þrjú sumur með góðum árangri.
Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu strákar og stelpur æfa saman.
Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 2. apríl til laugardagsins 7. apríl (sjá nánar hér á eftir).