Í sumar ætlar KA að bjóða upp á æfingar í handbolta en um er að ræða 5 vikna tímabil frá 29. maí til 30. júní. Þetta er í boði fyrir krakka fædda frá 1998-2005.
Skráning fer fram í gegnum vefinn okkar, ka.felog.is - athugið að þegar skráning fer fram er mikilvægt að muna að velja sumarnámskeið.
Þjálfarar verða þeir Jónatan Magnússon, Sigþór Árni Heimisson, Andri Snær Stefánsson og Egill Ármann sér um styrktaræfingarnar. Helstu upplýsingar má sjá með því að smella á myndina hér fyrir ofan.
Ef einhverjar spurningar vakna eða vandamál með skráningu er um að gera að hafa samband við jonni@ka.is eða skrifstofu KA í síma 462-3482.