Haldið var af stað á föstudeginu um kl.17.00 með rútu og gist í gistiheimilinu BB-44 í Kópavogi. Ræst var kl. 6.30 á
laugardagsmorguninn og brunað af stað út á Seltjarnarnes, strax að morgunmat loknum, þar tók við stíf spilamennska strax kl. 8 og spilaði KA1 5
leiki og KA2 4 leiki til kl. 13.30. Spennan var mismikil í leikjunum og drengirnir misjafnlega upplagðir, KA1 átti erfitt með að finna taktinn í fyrstu leikjunum
á meðan KA2 spilaði mjög vel, enn allt endaði þetta nú vel. KA1 varð í 4.sæti í sinni deild og mun því keppa aftur
í 2. deild á næsta móti og KA2 urðu í 2. Sæti, töpuðu aðeins einum leik og munu því færast upp um deild og keppa í
3.deild.
Farið var svo uppí rútu aftur að lokinn sturtu og lagt af stað heim með viðkomu í Borgarnesi til að næra sig aðeins, allir komu
sáttir heim á laugardagskvöldið og reynslunni ríkari.
Frá leik gegn Fram, það er Sólon Arnar Kristjánsson sem svífur hér inn af línunni. Mynd: Þorgeir.
Við vonumst til að geta birt fleiri myndir síðar.