Þá er fyrsta vika handboltatímabilsins liðin og er mæting á æfingar mjög góð, gaman að sjá hvað bæði strákar og stelpur eru áhugasöm og hafa gaman á æfingum. Allir krakkar eru velkomnir að koma og prófa. Í vetur ætlum við að reyna að setja upplýsingar um starfið hér á heimasíðu KA og verður þá vonandi auðveldara að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur.
Nú er einmitt tíminn sem menn eru að velta fyrir sér kaupum á innanhússkóm. Skórnir frá síðasta vetri orðnir of litlir, þó þeir séu svo til óslitnir og dýrt að kaupa nýja. Við ætlum því að bjóða upp á skiptimarkað með innanhússkó , næstkomandi laugardag.
Fyrir hvert innlagt par af skóm fæst 1.000 kr. inneign upp í annað par sem kostar 2.000 kr. þarf því að borga 1.000 kr. á milli. Tekið verður á móti skóm í K.A. heimilinu föstudaginn 10/9 kl. 16:00-18:00
Salan verður svo í K.A. heimilinu laugardaginn 11/9 kl. 10:00-12:00 ATH: við verðum ekki með posa.
Vonandi hjálpar þetta foreldrum að fá skó á góðu verði fyrir veturinn.
Stelpurnar okkar í KA/Þór í 3. flokki eru að spila í forkeppninni kl. 11 og 12 á laugardaginn, þannig að það er um að gera að slá tvær flugur í einu höggi, koma og hvetja þær og ná sér í skó á góðu verði.
Frekari upplýsingar hjá Siggu í síma 892-2612 sigga@framtal.com
Handboltakveðjur, Unglingaráð handknattleiksdeildar K.A.