Handboltadagur KA laugardaginn 15. okt - fréttabréf unglingaráðs

KA handboltadagur verður haldin laugardaginn 15. október og vonumst við til að sjá sem flesta.  Þá verður skráning iðkenda/innheimt æfingagjöld og  boðið upp á veitingar.  
Í ár ætlum við að leggja áherslu á kvennaboltann í KA/Þór.  Einvarður Jóhannsson ætlar að hafa skemmtilega æfingu fyrir stelpur í 1.-5. bekk kl. 11:30-12:30 og er ÖLLUM  stelpum í bænum á þessum aldri boðið að koma og prófa handbolta. Kl. 12:30 spilar 3. flokkur KA/Þór við FH, kl.14:00 spila sömu lið í 4. flokki og kl.16:00 sömu lið í meistaraflokki kvk.  Þannig að það er tilvalið að koma í KA heimilið á laugardaginn, prófa handbolta, horfa á leiki og fá sér vöflukaffi.

Innheimta æfingagjalda
Innheimta æfingagjalda verður með sama sniði og síðastliðin ár og viljum við nota tækifærið til að þakka forráðamönnum iðkenda fyrir góð skil. Við munum hafa sérstaka æfingagjaldadaga þar sem hægt er að  ganga frá greiðslu, annaðhvort með peningum eða að skipta greiðslum á greiðslukort. Einnig er hægt að fylla út blað sem sent er til greiðsluþjónustu bankanna.

Allar upplýsingar eru í nýútkomnu fréttabréfi unglingaráðs sem er hægt að lesa hér.