Akureyri Handboltafélag er að fara af stað með fjögurra vikna handbolta-akademíu fyrir leikmenn í 5. flokki karla og kvenna (fyrir krakka fæddir 2002 og 2003).
Æft verður þrjá morgna í viku í KA-heimilinu undir handleiðslu Ingimundar Ingimundarsonar.
Boðið er upp á léttan morgunverð eftir æfinguna áður en haldið er í skólann.
Æft mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagsmorgna frá 23. nóvember næstkomandi til 17. desember. Samtals 12 æfingar.
Æfingar eru frá 06:30 - 07:30 í KA-heimilinu og hefjast 23. nóvember.
Kostnaður er 10.000 kr og eru takmörkuð pláss í boði í Akademíuna.
Skráning fer fram hjá Siguróla (siguroli@ka.is) eða í síma 462-3482.
Einstaklingsmiðuð tækniþjálfun frá Silfurverðlaunahafanum Ingimundi tilvalið fyrir alla þá sem vilja bæta sig í handbolta.