Nú er komið að öðrum heimaleik Hamranna í 1. deild karla. Að þessu sinni mæta þeir Aftureldingu sem er með fullt hús eftir
þrjá leiki í deildinni og sennilega með sterkasta liðið í deildinni að þessu sinni. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og fer fram í
Íþróttahöllinni þar sem KA-heimilið er upptekið vegna 1. umferðar Íslandsmóts 6. flokks karla og kvenna.
Fjöldi fólks mætti á fyrsta heimaleik Hamranna og ekki að spurning að fjölmenni kemur á þennan leik einnig.
Eins og komið hefur fram þá ætlar Heimir Örn Árnason að leika með Hömrunum þegar hann er ekki bundinn af öðrum verkefnum. Vonast er til
að Heimir geti tekið þátt í þessum leik og ekki að efa að nærvera hans mun styrkja Hamrana í þessum erfiða leik, sem hefst klukkan
15:00 eins og áður segir.
Stuð í kringum Hamrana