Halldór Stefán fjarri góðu gamni á morgun

Halldór Stefán verður ekki á hliðarlínunni með KA á morgun þegar liðið tekur á móti HK í Olísdeild karla á heimavelli kl. 19:00. 

Hann fékk sýkingu í hnéð eftir aðgerð sem að hann gekkst undir í lok ágúst og mun snúa aftur um leið og hann er kominn á fætur. Óskum honum góðs bata. 

Sverre Andreas Jakobsson verður Andra Snæ Stefánssonar til halds og trausts í leiknum á morgun.

Áfram KA!