Hagkaup styrkir unglingaráð handknattleiksdeildar

Nýlega skrifuðu Hagkaup og unglingaráð Handknattleiksdeildar KA undir styrktarsamning. Við undirskriftina voru frá unglingaráði: Sigríður Jóhannsdóttir féhirðir  og Sigurður Tryggvason formaður.  Frá Hagkaup voru Þórhalla Þórhallsdóttir verslunarstjóri á Akureyri og Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaupa.


Hagkaup hefur verið aðalstyrktaraðili unglingaráðs undanfarinn áratug.

Hagkaup hefur einnig styrkt mótahald í handbolta á vegum unglingaráða KA og Þórs og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.