Hagkaup styrkir unglingarráð handknattleiksdeildar áfram.

Í dag undirritaði Hagkaup áframhaldandi styrktarsamning við unglingaráð handknattleiksdeildar KA.
Svona stuðningur er ómetanlegur og nauðsynlegur til að halda uppi öflugu barnastarfi á landsbyggðinni þar sem ferðakostnaður er
alltaf mikill. Með þessum stuðningi leggur Hagkaup sitt á vogaskálarnar við að efla hreyfingu og heilbrigði barna og unglinga.
Á myndinni eru Sigríður Jóhannsdóttir gjaldkeri og Jón Árelíus formaður frá KA og Gunnar Ingi og Þórhalla frá Hagkaup, fyrir aftan standa svo nokkrir iðkendur í handboltanum hjá KA.