Hagkaup og unglingaráð KA og KA/Þórs gera 3 ára samning

Spennandi samstarf framundan (myndir: Hannes)
Spennandi samstarf framundan (myndir: Hannes)

Hagkaup og unglingaráð KA og KA/Þórs í handbolta hafa gert með sér 3 ára styrktarsamning. Mikill uppgangur hefur verið í handboltastarfinu undanfarin ár og ljóst að þessi samningur mun hjálpa mikið í að halda áfram þeirri vegferð.

"Við í unglingaráðinu erum gríðarlega ánægð með þennan samning sem mun hjálpa okkur mikið við gera starfið enn faglegra og betra" segir Heimir Örn Árnason formaður unglingaráðs KA og KA/Þórs.