Guðlaugur Arnarsson hættir sem þjálfari KA/Þór

Guðlaugur Arnarsson hefur ákveðið að hætta þjálfun meistaraflokks KA/Þórs í handbolta. Þetta kemur sér illa fyrir liðið sem er að undirbúa sig fyrir næsta keppnistímabil. Nú er hafin leit að nýjum þjálfara og eru allar ábendingar vel þegnar í því sambandi.
Guðlaugi eru þökkuð góð störf í vetur fyrir kvennaliðið.