Grótta - Akureyri í beinni á Akureyri TV

Það er stutt á milli leikja hjá meistaraflokki Akureyrar núna. Eftir sigurleikinn gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöldið eru strákarnir mættir á Seltjarnarnes þar sem þeir mæta Gróttu klukkan 16:00 í dag.

Grótta vann eins marks sigur þegar liðin mættust hér fyrir norðan í september. Sá leikur var afar kaflaskiptur, til að marks um það skoraði Grótta sex mörk í röð í seinni hálfleiknum en Akureyri svaraði með fimm síðustu mörkum leiksins en sá sprettu dugði ekki alveg.

Við vonum bara að lukkan verði okkur hliðhollari í leiknum í dag. Akureyri TV verður á staðnum og hefst útsending okkar frá leiknum rétt fyrir klukkan 16:00.

Smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni.