Fyrsti úrvalsdeildarleikur KA/Þór á heimavelli á laugardaginn

Það er FH sem kemur í heimsókn til KA/Þór á laugardaginn þegar meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik að þessu sinni í N1 deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og það er ókeypis aðgangur.
Segja má að þetta verði alger kvenna leikur hjá KA/Þór – FH, því dómararnir verða þær Guðrún Dóra Bjarnadóttir og Ragna K. Sigurðardóttir.  Frábært að fá loks kvenndómarapar.  Eftirlitsmaður á leiknum verður hin þrautreynda Helga Magnúsdóttir.
Við hvetjum alla til að fjölmenna í KA heimilið og styðja stelpurnar og jafnframt geta menn barið augum nýja gólfið í húsinu en loksins er langþráður draumur orðinn að veruleika með úrbætur á gólfinu.