Fyrsta árlega opna jólaæfing 4. flokks kvenna fór vel fram.

Lítið var um pústra og nánast engin rifrildi ef frá eru talin rifrildi Rakelar og Örnu. Una er sjaldnast talin með þegar kemur að rifrildatalningu.

Stelpurnar fengu hver sitt hlutverk í liðinu, liðstjóri, vatnsberi, bælda stelpan, ólátabelgurinn, saklausi knúsarinn og sleikjan. Stelpurnar leystu það hlutverk misvel en af bældingjum fóru Sunna og Þórgunnur á kostum á meðan vatnsberarnir fjórir stóðu sig gríðarlega vel. Lísbet misskildi heiminn og Sædís varð brjáluð. Erna Kristín gerðist þó hvað bíræfnust og stal skónum af Dr. Petar meðan hann var að munda hafnaboltakylfuna í leit að Sædísi sem hafði bókstaflega stolið af honum inniskónum.

Liðaskotbolti, þroskaleikur Ala Atli Hill, Unu trampólín og Örnuleikur héldu stelpunum uppteknum og stórkostleg að fylgjast með tilþrifunum. Erfitt þó fyrir Sunnu og Þórgunni þar sem þeim fannst þetta allt hálf ógnvænlegt enda nokkuð bældar í sér greyin. Lísbet var ekki viss hvar hún væri og Sædís var brjáluð. Fyrir vikið fékk Sædís - Aldísarsvipinn sem þó leiddi til mínusstiga á lið Aldísar.Sigurreifar með mandarínu kassann

Að lokum stóðu rauðar þó uppi sem sigurvegarar í liðakeppninni enda hafði Ásdís farið á kostum sem vatnsberi liðsins og fjöldaferð í pisserí strax eftir æfingu staðreynd. Mandarínukassinn var þeirra og mikið fagnað um leið og úrslitin voru ljós.

Einstaklings verðlaunin
Arna Kristín var valin krútt æfingarinnar og hafði dómnefnd orð á því að sjaldan eða aldrei hafði Örnu Valgerði jafn mikið langað til að klípa í kinnarnar á einhverri.
Sunna Lone Ranger var síðan valin búningameistari æfingarinnar þrátt fyrir harða baráttu frá Söru og Línu. Lísbet skildi ekkert hvað var í gangi og Sædís varð foxill.
Tilþrif æfingarinnar fóru svo til Ásdísar Watergirl eftir frábær tilþrif í trampólínleik Unu.

Taparar dagsins voru mislitar og fengu þær tvær mandarínur og nammipoka í sárabót.

Jólafrí er það heillin og næsta æfing 27. des.