KA dró sig útúr Akureyri Handboltafélagi á dögunum og í gær (1. júní) fór fram fyrsta æfing meistaraflokks KA. Stefán Árnason er þjálfari strákanna og stjórnaði æfingunni eins og herforingi en Stefán er nýkominn aftur til landsins eftir vel heppnaðan handboltaskóla í Barcelona.
Eðlilega var mikil tilhlökkun í hópnum að byrja að kasta boltanum aðeins en KA verður með ungt og sprækt lið í 1. deildinni í vetur og verður gaman að sjá hvernig strákarnir pluma sig þegar alvaran hefst.
Við tókum nokkrar myndir af æfingunni og er hægt að sjá þær með því að smella á myndina hér fyrir neðan.