Fundur á morgun, laugardag um framtíð kvennahandboltans

Það verður fundur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 11:00-12:00.  Þar á að ræða framtíð kvennahandboltans og skipulag næsta vetrar.  Á fundinn mæta allir þeir sem hafa áhuga á þessu máli, foreldrar stelpna í 4.fl. og 3.fl., leikmenn í meistaraflokki og 3.fl. þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir áhugamenn.  Fundinum er ætlað að leggja línurnar fyrir næstu ár.
Vonandi sjá áhugamenn um kvennahandbolta sér fært að mæta og taka þátt í umræðum.
Kveðja Erlingur Kristjánsson
Formaður Handknattleiksdeildar KA