Fullt af myndum frá 6. flokks mótinu um síðustu helgi

Um síðustu helgi fór fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá yngra ári 6. flokks karla og kvenna í handknattleik. Leikið var bæði á laugardag og sunnudag í KA heimilinu og í Íþróttahöllinni.  Hannes Pétursson sendi okkur fjölmargar myndir frá mótinu sem er hægt að skoða með því að smella hér!