Frétt frá unglingaráði handboltans hjá KA

Stofnun dómaraklúbbs
Það er draumur unglingaráðs KA í handknattleik að dómgæsla á vegum félagsins hér á Akureyri verði sú besta sem völ er á þegar kemur að dómgæslu hjá yngri flokkum félagsins þannig að núna leitum við að einstaklingum sem hafa áhuga og metnað til að sinna dómgæslu á vegum félagsins og þar með mynda stóran og góðan dómarahóp fyrir yngir flokka KA og Þórs.

Markmið dómaraklúbbsins er að;
  • Standa fyrir dómaranámskeiðum á vegum HSÍ
  • Að vera með nægjilega stóran hóp til þess að leikjaálag verði ekki of mikið fyrir hvern dómara
  • standa fyrir fræðslu
  • leiða saman dómara sem búa yfir reynslu í dómgæslu og fá þá til að dæma með reynsluminni dómurum
  • Skapa jákvætt andrúmsloft á mótum sem kallar á samvinnu þjálfara, leikmanna og dómara
  • Að fjölga dómurum á norðurlandi
  • Efla samstarf félagana á Akureyri varðandi dómgæslu á yngri flokkamótum og leikjum almennt
Hafir þú áhuga á því að taka þátt í starfinu þá hefur þú samband við Halldór á halldor@forever.is eða Heimir á heimir@simnet.is