Frá byrjanda til landsliðsmanns forsala 6. des í Höllinni
04.12.2012
Nú er að koma út fyrsti kennsludiskurinn í handknattleik sem gefinn er út á Íslandi. Diskurinn nefnist Frá byrjanda til
landsliðsmanns og það eru þeir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem hafa veg og vanda að gerð disksins en þeir hafa einnig fengið marga af okkar bestu
handknattleiksmönnum í lið með sér á diskinum. Diskurinn fer í almenna sölu þann 7. desember og er að sjálfsögðu skyldueign og
draumajólagjöf allra handknattleiksáhugamanna.
Í tilefni útgáfu Frá byrjanda til landsliðsmanns ætla þeir að bjóða handknattleiksiðkendum á Akureyri að kaupa diskinn
á næsta heimaleik Akureyrar liðsins sem er gegn HK þann 6.desember í Íþróttahöllinni. Þarna gefst einstakt tækifæri til að
fá diskinn á sérstöku forsöluverði, aðeins 2.500 krónur, sem er aldeilis frábært verð.
Frá byrjanda til landsliðsmanns er fimm kafla diskur þar sem farið er yfir flest allt tengt handknattleik á einstaklingsmiðaðan máta. Diskurinn inniheldur
tvær klukkustundir af mögnuðu handboltaefni, þar sem Ólympíufararnir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson fara yfir öll helstu atriði leiksins
með góðri aðstoð frá mörgum af okkar bestu handknattleiksmönnum. Flott tilþrif úr landsleikjum koma síðan víðsvegar fram
á disknum. Landsliðsmenn og konur gefa ungum iðkendum góð ráð og að auki er að finna ítarleg viðtöl við okkar skærustu
stjörnur svo sem Arnór Atlason, Karen Knútsdóttir, Snorra Stein, Aron Pálmarsson, Guðjón Val Sigurðsson og Ólaf Stefánsson. Á
disknum er einnig farið með handboltann út fyrir veggi íþróttahúsanna og farið í marga skemmtilega leiki. Diskurinn er sniðinn að
þörfum handknattleiksiðkenda sem vilja bæta hæfni sína og því skyldueign fyrir alla sem stunda íþróttina.
Hér er hægt að sjá kynningarmyndband um diskinn
Sett hefur verið upp sérstök Facebook síða um diskinn þar sem fram koma
margvíslegar upplýsingar um diskinn og annað skemmtilegt.
Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við þá Bjarna Fritz og Sturlu Ásgeirss í gegnum facebook síðuna.
Með bestu kveðju Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson