Það er komið að síðustu föstudagsframsögu ársins og það er engin smá dagskrá sem við bjóðum uppá í þetta skiptið. Stefán Árnason og Heimir Örn Árnason þjálfarar karlaliðs KA í handboltanum halda skemmtilega tölu þar sem þeir fara yfir veturinn til þessa sem og að hita vel upp fyrir bæjarslaginn á laugardaginn.
Stemningin hefur verið frábær í vetur og KA liðið staðið sig mjög vel en keppni í Olís deildinni er hálfnuð og því um að gera að fara yfir stöðuna. Vídalín veitingar verða með lambasteik og meðlæti á aðeins 2.000 krónur, það er ljóst að þú vilt ekki missa af skemmtilegu hádegi í KA-Heimilinu. Þetta hefst klukkan 12:00 og hlökkum við mikið til að sjá ykkur!