Forsala á spilastokkunum lýkur í dag

Handknattleiksdeild KA er með frábæra spilastokka til sölu með leikmönnum KA og KA/Þórs. Stykkið kostar 1.500 krónur í forsölu en henni lýkur í dag (25. mars) og það er því um að gera að drífa í að panta ef að þú átt það enn eftir!

Eftir daginn í dag þá mun stokkurinn kosta 2.000 krónur en hægt er að panta stokkinn í netfanginu kahandbolti@gmail.com og senda nafn og kennitölu ásamt fjölda stokka. Svo þarf að greiða þá til að staðfesta pöntun en það er gert með millifærslu. Innlegg skal lagt inn á reikning 0162 – 26 – 11888 og kennitala 571005 – 0180.

Áætluð afhending á stokkum pöntuðum í forsölu er 27. apríl. Ekki missa af þessu tækifæri á að eignast flottan spilastokk og styrkja handboltastarfið í leiðinni!

Áfram KA og KA/Þór!
Stjórn Handknattleiksdeildar KA