Stelpurnar í KA/Þór unnu frábæran sigur á Fjölni í KA-heimilinu um helgina. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í vetur. Lokatölur urðu 37-26.
Það var stemning í stelpunum allan leikinn og leikgleðin í fyrirrúmi. Þær náðu fljótt forskoti og voru skrefinu á undan allan leikinn. Staðan í hálfleik var 18-13.
Fyrri hálfleikur einkenndist af brottrekstum en samtals voru liðin útaf í 22 mínútur í fyrri hálfleik.
Birta Fönn Sveinsdóttir var frábær í leiknum og skoraði átta mörk. Hún sýndi allar sínar bestu hliðar og átti stórleik, líkt og Þórunn Eva Siigurbjörnsdóttir sem tók oft af skarið. Báðar voru magnaðar í leiknum.
Markaskorun dreifðist vel en Arna Kristín Einarsdóttir skoraði alls níu mörk, þar af fimm úr vítum og sýndi einnig góðan leik. Sunna og Nadia skiptu mínútunum í markinu á milli sín og stóðu vaktina vel.
Næsti leikur er gegn Fram á laugardaginn en næsti heimaleikur er 14. nóvember gegn Aftureldingu.
Mörk liðsins: Arna Kristín Einarsdóttir 9, Birta Fönn Sveinsdóttir 8, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 7, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Erla Hleiður Tryggvadóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 1, Sigríður Höskuldsdóttir 1.