Eldri ár 5. flokks karla og kvenna kepptu á fyrstu Íslandsmótum vetrarins í Vestmannaeyjum um helgina.
Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið frábær. Stelpurnar unnu 2. deild og tryggðu sér rétt til að spila í 1. deild á næsta móti. Lið 1 hjá strákunum gerðu sér lítið fyrir og unnu 1. deildina og lið tvö hjá strákunum lentu í 2. sæti í sinni deild.
Frekari pistlar ættu að berast von bráðar þegar þjálfarar hafa gefið sína skýrslu.
Framtíðin er björt hjá þessum flotta hóp okkar og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.