Fjórir ungir og efnilegir skrifa undir hjá KA

Frá vinstri: Jónatan, Ásgeir, Jón Heiðar og Dagur
Frá vinstri: Jónatan, Ásgeir, Jón Heiðar og Dagur

Þeir Dagur Gautason, Jónatan Marteinn Jónsson, Ásgeir Kristjánsson og Jón Heiðar Sigurðsson skrifuðu í dag undir sína fyrstu samninga við KA. Þetta eru gríðarlega efnilegir leikmenn og eru allir í þriðja flokki.

Þeir Dagur og Jónatan hafa verið í U17 ára landsliði Íslands og Ásgeir er landsliðsmarkvörður U19 ára landsliðsins. 

KA menn eru gríðarlega ánægðir að þessir strákar skrifi undir sína fyrstu samninga og ætla þeim stór hlutverk í framtíðinni. Þetta er liður í því að byggja upp handboltalið á Akureyri með heimamenn í fararbroddi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd voru strákarnir einnig spenntir fyrir komandi tímum og þeim áætlunum sem KA hefur til þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri á því að verða betri handboltamenn.