HSÍ tilkynnti í gær æfingahóp U17 ára landsliðs kvenna sem æfir um helgina í Kópavogi. KA/Þór á fjóra fulltrúa í þessum hóp. Það eru þær Anna Þyrí Halldórsdóttir, Heiðbjört Guðmundsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Ólöf Marín Hlynsdóttir.
Þjálfarar stelpnanna í þessu verkefni eru þeir Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson. Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með valið.