Flýtilyklar
Sex frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefnum
Yngri landslið Íslands í handbolta koma saman til æfinga þessa dagana og eiga KA og KA/Þór sex fulltrúa í hópunum. Auk þess eru þeir Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson í eldlínunni með U19 ára landsliði karla sem undirbýr sig fyrir Sparkassen Cup milli jóla og nýárs.
Ívar Már Jónsson er í æfingahóp U15 ára landsliðs drengja en Stefán Árnason og Örn Þrastarson stýra æfingunum.
Hafrún Linda Guðmundsdóttir er í æfingahóp U16 ára landsliðs stúlkna en Ásdís Sigurðardóttir og Róbert Árni Guðmundsson stýra æfingunum.
Eiður Bessi Gunnlaugsson og Smári Steinn Ágústson eru í æfingahóp U16 ára drengjalandsliðinu en Haraldur Þorvarðarson stýrir liðinu.
Að lokum eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir á sínum stað í U19 ára landsliði kvenna en þeir Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson stýra liðinu.
Við óskum okkar mögnuðu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.