Erfitt hjá KA/Þór gegn Fram

Hart tekist á í vörninni
Hart tekist á í vörninni

KA/Þór fékk erfitt verkefni í dag þegar stelpurnar mættu Íslandsmeisturum Fram í KA heimilinu. Framan af var þó jafnræði með liðunum og jafnt á öllum tölum upp í stöðuna 6-6 en þá skildu leiðir og Fram tók öll völd á vellinum. Í hálfleik var staðan 8-17 Fram í vil og ljóst að seinni hálfleikur yrði erfiður.

Fram jók forskotið í upphafi seinni hálfleiks í tólf mörk sem tókst reyndar að minnka niður í tíu mörk en Fram liðið gaf aftur í og innbyrti öruggan 15 marka sigur, 21-36.

Mörk KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 8 (1 úr víti), Simone Pedersen 4, Erla Heiður Tryggvadóttir 3, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2, Birta Fönn Sveinsdóttir 2 og Laufey Lára Höskuldsdóttir 2.

Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 12 (8 úr vítum), María Karlsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 5, Íris Kristín Smith 3, Hulda Dagsdóttir 1.