Eldra ár 4. flokks kvenna komið í úrslit!

4. flokkur kvenna eldra ár tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn nú í dag, sumardaginn fyrsta. 

Mótherjar dagsins voru ÍBV, lið sem stelpurnar hafa barist við síðustu fimm ár. Leikurinn byrjaði af krafti og heimastúlkur virkuðu mjög ákveðnar. ÍBV náði þó að vinna sig inn í leikinn og má segja að leikurinn hafi verið í járnum allt til loka þó KA/Þór hafi alltaf náð að halda 2-4 marka forskoti. Því var við hæfi að leikurinn hafi endað í þriggja marka sigri heimastúlkna. 

Liðsheildin, samheldnin og baráttan fleytti heimastúlkum í úrslit, verðskuldað. 

Stelpurnar mæta HK í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn þann 1. maí í Kaplakrika. Í fyrra varð KA/Þór deildameistari og nú í mars tryggðu þær sér bikarmeistaratitilinn. Það er því ljóst að þær ætla að sækja sér einn titil í viðbót til að klára þrennuna.